3. flokkur nálægt sigri

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

3. flokkur mætti Gróttu á Seltjarnarnesi í gær og var grátlega nærri því að fá eitthvað út úr leiknum. Nokkuð vantaði í lið Selfoss sem lét það ekki hafa áhrif á sig heldur lögðu strákarnir bara enn meira á sig. Lokatölur urðu 25-21 sigur heimamanna eftir að jafnt hafi verið nær allan leikinn.

Selfoss lék frábæra sókn í byrjun leiks en varnarlega var liðið ekki að ná að halda í fyrri hálfleiknum. Selfoss var 12-13 yfir þegar 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Heimamenn gerðu hins vegar seinustu þrjú mörk hálfleiksins og 15-13 yfir í hálfleik.

Í síðari hálfleik jafnaði Selfoss strax í 16-16. Eftir það varð munurinn aldrei mikill á liðunum. Þarna var vörn Selfyssinga orðin mun þéttari og farinn að líkjast því sem hefur verið í seinustu leikjum. Seinustu 10 mínúturnar fékk Selfoss mörg tækifæri til að eiga sér leikinn en nýtti sér ekki. Það vantaði áræðnina í liðið á þessum kafla að sækja sigurinn. Líkt og í fyrri hálfleik skoraði Grótta svo seinustu 3 mörk seinni hálfleiks og breytti því stöðunni úr 22-21 í 25-21.

Lítið vantaði upp á til að Selfoss fengi eitthvað út úr leiknum. Hugarfar strákanna var frábært og magnað að sjá viljann í liðinu. Haldi þessir tveir hlutir áfram að vera svona sterkir mun liðið pottþétt taka sigra í næstu leikjum. Það sem helst varð liðinu að falli var að liðið náði ekki upp sínum besta varnarleik í fyrri hálfleik auk þess sem það vantaði kannski meira hugrekki undir lokin að taka af skarið. Strákarnir munu læra af þessum leik og nota með sér í komandi verkefnum.