3. flokkur tapaði gegn Haukum

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Á fimmtudag lék 3. flokkur karla  gegn Haukum. Eftir að hafa verið margfalt betra liðið í fyrri hálfleik hrundi leikur Selfyssinga í síðari hálfleik og Haukar sigruðu.

Selfoss byrjaði leikinn vel og stjórnaði leiknum frá byrjun. Strákarnir leystu 3-2-1 vörn Haukamanna mjög vel og voru 4 mörkum yfir snemma í hálfleiknum. Þrátt fyrir ítrekuð dauðafæri sem liðið nýtt mjög illa í hálfleiknum var munurinn ennþá 4 mörk í hálfleik, 15-11.

Í seinni hálfleik gekk bókstaflega ekkert upp. Fyrsta mark Selfoss kom ekki fyrr en eftir 11 mínútur og var forskot okkar stráka farið fyrir þann tíma. Það er skemmst frá því að segja að síðari hálfleikur tapaðist 4-16 og lokatölur því 19-27.

Hreint ótrúlegur viðsnúningur eftir að Selfoss hafi stýrt leiknum algjörlega í fyrri hálfleik. Forskotið hefði hæglega getað verið mikið stærra í hálfleik og hafði það  sitthvað að segja. Frammistaða liðsins í síðari hálfleik var mjög döpur. Hugmynda- og úrræðaleysi í sóknarleiknum og í varnarleiknum fékk liðið á sig 16 mörk sem er alltof alltof mikið. Þar hefðu strákarnir þurft að halda lengur, sér í lagi þegar sóknin var að klikka.