4 fl. kvenna A lið fékk silfrið

Leikurinn byrjaði ágætlega og eftir 15 mín. þá var staðan 7-6 fyrir Fram. Þá kom slæmur kafli í sóknarleik okkar stelpna og því var staðan 11-7 í hálfleik.

Í upphafi síðari hálfleiks þá gáfu stelpurnar allt í að reyna að ná yfirhöndinni og byrjuðu vel. Þær náðu að minnska muninn í 11-9 en það dugði ekki og Fram náði að slíta sig frá aftur og komast í 14-10 og svo 18-12.

Þá tók Selfoss áhættuna og spilaði mjög framarlega í von um að þvinga Framliðið til að missa boltann en það gekk ekki. Framliðið var öruggt í öllum sínum aðgerðum og fann lausnir við þessari vörn. Niðurstaðan var því tap og 2 sætið á Íslandsmótinu að þessu sinni.

Fram vann leikinn verðskuldað og eru nú handhafi allra titlana þannig að það verður að viðurkennast að þær voru bestar þennan veturinn. Okkar stelpur stóðu sig líka vel í vetur og 2. sætið í deild og í Íslandsmóti er ekkert til að skammast sín fyrir. Frábærar stelpur sem eiga framtíðina fyrir sér.

Áfram Selfoss