6 iðkendur Selfoss í úrvalshóp unglingalandsliðsins í fimleikum

Iðkendur Selfoss úr úrvalshóp U-18 í hópfimleikum.
Frá vinstri: Elínborg Ben, Þórunn, Kristín María…
Iðkendur Selfoss úr úrvalshóp U-18 í hópfimleikum.
Frá vinstri: Elínborg Ben, Þórunn, Kristín María, Elsa Karen, Victoria Ann og Katrín Drífa

Landsliðsþjálfarar unglinga hafa sett saman úrvalshóp U-18 landsliða fyrir árið 2024. Hópurinn er breytilegur yfir árið en hafa allir í hópnum það að markmiði að komast í landslið fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fer fram í Azerbaijan í október 2024.

6 stúlkur úr 1. flokki Selfoss eru í úrvalshópnum, en þær eru:

Elínborg Ben Gunnarsdóttir,

Elsa Karen Sigmundsdóttir,

Katrín Drífa Magnúsdóttir

Kristín María Kristjánsdóttir

Victoria Ann Vokes og 

Þórunn Ólafsdóttir

 

Innilega til hamingju stelpur, við hlökkum til að fylgjast með og styðja ykkur í þessari vegferð!