Æðislegur sigur og Selfoss komnir í undanúrslit í Símabikarnum

Selfoss merki
Selfoss merki

Í kvöld fór fram baráttan um Suðurlandið þegar Selfoss mætti ÍBV í 8-liða úrslitum Símabikarsins. Því var vitað að mikið væri undir og von á hörku leik sem varð raunin.

ÍBV byrjaði leikinn mikið betur og náð snemma 1-4 forskoti eftir 5 mínútur.  Áfram héldu þeir að bæta í forskotið og Selfoss að spila litla sem enga vörn og markvarslan álíka slök. Staðan var því eftir tíu mínútur 4-8. Greinilegt að Selfoss liðið mætti ekki tilbúið til leiks og stefndi í slæman leik. Þá hinsvegar gerði Arnar þjálfari góða skiptingu og tók Helga Hlynsson af velli og inn kom Sverrir Andrésson.  Við þess breytingu tók Selfoss vörnin við sér og markvarslan í kjölfarið. Selfoss minkar muninn niður í 8-9 og korter eftir af fyrri hálfleik. Á næstu 5 mínútum var lítið um góð tilrif og fá mörk. Þannig var staðan 8-10 fyrir ÍBV.  Leikurinn í algjörum járnum og liðin áttu í erfiðleikum að skora á sterkar varnir báðum megin. Þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 9-10. Þá tók Selfoss lokins góðan kafla og unnu seinustu 5 mínúturnar 3-1 og hefðu getað aukið munin í tvö mörk í lok fyrri hálfleiks en Hörður Gunnar Bjarnarson misnotaði víti. Staðan því 12-11 í hálfleik eftir góðan viðsnúning frá Selfossi.

Síðari hálfleikurinn hófst og áfram börðust bæði lið af mikilli hörku og greinilegt að bæði liðin vildu sætið í undanúrslitum. Staðan var 14-14 þegar 35 mínútur voru búnar. Næstu mínútur einkenndust af mikilli hörku og á rétt svo 4 mínúta kafla fóru þrír Selfyssingar útaf með 2 mínútur og einn úr ÍBV. Leikurinn því mjög grófur í síðari hálfleik. Þennan kafla nýtti ÍBV sér mjög illa og staðan var 17-16 og  40 mínútur búnar. Þá tók Arnar það til ráð að taka Sverrir útaf og skella Helga inn á í markið. Helgi fór hreinilega á kostum á næstu mínútum og byrjaði á þvi að verja fyrstu 4 skotin sem hann fékk á sig. ÍBV liðið náði á næstum mínútum ávallt að jafna leikinn, en Selfoss svaraði alltaf til baka. Þannig var staðan 19-18 og 45 mínútur búnar. Þá tóku Selfyssingar í stúkunni til sinna ráða og mynduðu magnaða stemmingu eins og best þekkist hér. Þennann mótbyr nýttu strákarnir sér gífurlega vel ásamt frábærri vörn og komust í 3 marka forystu 22-19 og tíu mínútur til leiksloka.  Liðið var ekki hætt að bæta í forustun og átti ÍBV engin svör við góðum leik Selfyssinga. Þegar 5 mínútur voru til leiksloka var staðan 24-20 fyrir Selfoss. Næstu mínútur voru æsispennandi og stemmingin frábær. Selfoss vörnin barði vel frá sér og fullmikið að mati góðra dómara leiksins og fengu tvær brottvísanir með stuttu millibili. Þetta nýtti ÍBV sér aftur illa og gekk erfiðlega að skora. Á þessum kafla réðu þeir ekkert við Hörð Másson sem raðaði inn mikilvægum mörkum úr hægri skyttunni. Það var svo Einar Sverrisson sem rak seinasta naglann í kistu ÍBV og innsiglaði æðislegan 27-23 sigur Selfoss.  Frábær sigur og fagnaðarlætin í leikslok hjá bæði stuðningsmönnum og leikmönnum æðisleg. Þar með tryggði Selfoss sér sæti í undanúrslitum Símabikarsins og beina útsendingu i sjónvarpinu.

Það er nánast synd að gagnrýna liðið eftir svona frábæran sigur. Hinsvegar var byrjun liðsins alveg skelfileg og bara ekki boðleg. Skulum þó ekki liggja meira á því. Liðið spilaði hreint stórkostlega vörn í 45-50 mínútur. ÍBV liðið réð lítið sem ekkert við hana. Markvarslan sem fylgdi í kjölfarið var eins og hún gerist best. Enda frábært að vera með hátt í 50% markvörslu. Liðið vill koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína á leikinn og studdu dyggilega við bakið á liðinu. Við sjáum ykkur í höllinni!

Næsti leikur liðsins er svo aftur gegn ÍBV í 1.deildinni á laugardaginn 16. febrúar klukkan 13:30 í Vestmanneyjum.

SelfossTV:

Arnar Þjálfari í viðtali eftir Selfoss - ÍBV

Hörður Másson í viðtali eftir Selfoss - ÍBV

Tölfræði:

Hörður Másson 7/15, 4 stoðsendingar, 4 tapaðir boltar, 2 fráköst og 7 brotin fríköst

Hörður Gunnar Bjarnarson 6/12, 3 fráköst

Einar Sverrisson 5/15, 5 stoðsendingar og 3 brotin fríköst

Matthías Örn Halldórsson 3 /6 , 1 stoðsending og 7 brotin fríköst

Einar Pétur Pétursson 3/6, 1 stolin bolti og 1 brotið fríkast

Ómar Vignir Helgason 2/3, 2 fiskaðir boltar og 6 brotin fríköst

Gunnar Ingi Jónsson 1/1, 2 fráköst og 1 brotið fríkast

Magnús Már Magnússon 0/1

Örn Þrastarson 0/1

Andri Már Sveinsson 0/1, 1 stoðsending og 1 frákast

Sigurður MárGuðmundsson 2 stoðsendingar og 1 brotið fríkast

Markvarslan:

 

Helgi Hlynsson11/23(48%)

Sverrir Andrésson 11/22(50%) og 2 stoð

 

Áfram Selfoss !