Albert Gatilov í Selfoss

Hinn 22 ára gamli Albert Gatilov hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Selfoss. Albert er fæddur og uppalinn í Úkraínu og kom hingað til lands fyrr á þessu ári. Albert getur leyst flestar stöður framarlega á vellinum. Hann var í unglingaakademíu stórliðsins Shakthar Donetsk en hefur undanfarin ár spilað í neðri deildum Úkraínu.

Við bjóðum Albert hjartanlega velkominn til klúbbsins og hlökkum til framhaldsins með honum!