Allir frá Selfossi á pall á NM í Taekwondo

Taekwondo NM 2015 B
Taekwondo NM 2015 B

Norðurlandamótið í taekwondo fór fram um helgina. Umf. Selfoss átti fimm fulltrúa á mótinu og komust þeir allir á verðlaunapall.

Daníel Jens Pétursson Norðurlandameistari 2015
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir Norðurlandameistari 2015
Gunnar Snorri Svanþórsson Norðurlandameistari 2015
Dagný María Pétursdóttir silfurverðlaun
Kristín Björg Hrólfsdóttir bronsverðlaun.

Allir í Selfossliðinu þurftu að hafa mikið fyrir sínum verðlaunum og kepptu allir í fjölmennum flokkum.

Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

PJ

---

Frá vinstri: Daníel Jens, Dagný María, Master Sigursteinn, Gunnar Snorri, Kristin Björg og Ingibjörg Erla.
Umf. Selfoss/Pétur Jensson