Arfaslakt gegn Stjörnunni í 2.fl

Strákarnir hófu loks leik í 2.flokki í dag eftir langa bið. Mótið ætti auðvitað að vera hafið fyrir um mánuði síðan en svo er þó ekki. Okkar menn léku afar illa í dag og áttu ekkert skilið annað en tap sem varð uppskeran. Liðið gafst upp undir lok fyrri hálfleiks og var sjö mörkum undir í leikhléi, 11 - 18. Aðeins fimm mínútum áður var ekki nema tveggja marka munur.
Okkar menn tóku sig á í síðari hálfleik og náðu að minnka í tvö mörk og um 12 mínútur eftir. Þá hættu menn að gera þá hluti er kom þeim aftur inn í leikinn og afhentu þeir Stjörnunni sigurinn með slökum ákvörðunum. 30-35 tap því staðreynd.
Næsti leikur er gegn Haukum á Ásvöllum á sunnudag eftir viku.
Áfram Selfoss!

Sverrir 7
Magnús 7
Felix 5
Jói Snær 4
Bjössi 3
Árni Geir 2
Jói Erlings 1
Daníel 1

Hermann 2 og fékk á sig 12. Átti tvær stoðsendingar
Bogi 18 og fékk á sig 22 og tapaði boltanum tvisvar

6 brotin í fyrri hálfleik - 4 brotin í seinni = 10 Í HEILUM LEIK!
6 tapaðir í fyrri - 9 í síðari = 15
11/36 skotnýting í fyrri hálfleik - 19/30 í síðari = samtals 30/66