Atli Ævar framlengir

Atli Ævar mars 2021
Atli Ævar mars 2021

Línumaðurinn knái Atli Ævar Ingólfsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Atli, sem er 32 ára Akureyringur, gekk til liðs við Selfoss árið 2017 og hefur síðan þá verið lykilmaður í meistaraflokki karla. Atli varð Íslandsmeistari með Selfoss árið 2019 og hefur sýnt síðustu ár að hann er einn allra besti línumaður landsins.

Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að Atli verði áfram í herbúðum Selfoss, enda er hann stór þáttur í að byggja liðið upp til næstu ára.


Mynd: Umf. Selfoss / ÁÞG