Bikarmót í hópfimleikum

fimleikasamband-islands
fimleikasamband-islands

Bikarmót í hópfimleikum fer fram í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi, sunnudaginn 15. mars.  Mótið fer fram í tveimur hlutum en í fyrri hluta keppir 1.flokkur og meistaraflokkur B. Fimleikadeild Selfoss á einungis þátttakendur í seinni hluta en þá fer fram keppni í meistaraflokki.  Selfoss sendir eitt kvennalið og eitt lið í flokki blandaðra liða.  Um er að ræða hörkuspennandi keppni og ætti enginn að láta þetta framhjá sér fara.  Öll bestu lið landsins verða mætt til leiks. Keppni hefst klukkan 15:40 á sunnudaginn í Iðu og eru sunnlendingar hvattir til að fjölmenna og styðja við bakið á sínu fólki.

Upplýsingar um mótið