Brenna Lovera í Selfoss

Knattspyrna - Brenna Lovera
Knattspyrna - Brenna Lovera

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska framherjann Brenna Lovera um að leika með liði félagsins í sumar.

Lovera er 24 ára gömul og kemur til Selfoss frá Boavista í Portúgal. Áður en hún fór til Portúgal lék Lovera með ÍBV á síðari hluta tímabilsins 2019 og skoraði þá 6 mörk í 9 leikjum.

„Brenna á eftir að passa vel inn í þetta hjá okkur. Hún er kraftmikill sóknarmaður en einnig dugleg varnarlega, sterk í loftinu og í teignum. Hún er líka flottur karakter og hefur marga eiginleika sem eiga eftir að nýtast okkur vel. Þannig að við erum bara þrælspennt að fá hana til liðs við okkur,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.

---

Brenna Lovera lék með sterku liði Northwestern í bandaríska háskólaboltanum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss