Dagur Fannar með HSK met í tugþraut

dagur fannar nm
dagur fannar nm

Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, keppti um helgina á Norðurlandameistaramóti í tugþraut í flokki 16-17 ára. Dagur Fannar átti góðan fyrri dag en á seinni degi varð hann fyrir því óláni að fella byrjunarhæð i stangarstökki og missti þar af dýrmætum stigum.  Dagur Fannar varð í 9.sæti í þrautinni með 5966 stig og bætti fyrra HSK met sitt í flokki 16-17 ára um 364 stig. Keppendur í tugþrautinni í flokki 16-17 ára voru 14 talsins og náði Dagur  Fannar bestum árangri þegar hann sigraði 1500m hlaup, í 400m hlaupi kom hann 4. í mark og hann varð í 5.sæti í langstökki, hástökki, 110m grindahlaupi og spjótkasti.

Á myndinni eru keppendur Íslands í flokki 16-17 ára þeir Dagur Fannar Einarsson og Jón Þorri Hermannsson sem keppir fyrir KFA

Árangur í einstökum greinum:  100m hlaup  11,42sek, langstökk  6,51m, kúluvarp 12,14m, hástökk 1,75m, 400m hlaup 52,34s, 110m grindahlaup 16,11s, kringlukast 38,01m. stangarstökk 0, spjótkast 49,02m og 1500m hlaup 4:41,74mín