Dagur Fannar og Hildur Helga Íslandsmeistarar

Frjálsar - Dagur Fannar og Hildur Helga (1)
Frjálsar - Dagur Fannar og Hildur Helga (1)

Laugardaginn 2. september fór Meistaramót Íslands í fjölþrautum fram í Kópavogi. HSK/Selfoss átti tvo keppendur þ.e. Dag Fannar Einarsson í flokki 15 ára pilta og Hildi Helgu Einarsdóttur í flokki 15 ára stúlkna. Þau kepptu bæði í fimmtarþraut sem eins og nafnið bendir til samanstendur af fimm greinum. Okkar fólki gekk mjög vel.

Dagur Fannar sigraði piltaflokkinn á nýju Íslandsmeti fékk 2.859 stig eftir hörkukeppni við keppanda frá UFA. Árangur Dags Fannars í einstökum greinum var eftirfarandi: Langstökk 6,09 m (bæting um 20 cm), spjókast 37,24 m, 200 m hlaup 24,32 sek (bæting um 3 hundraðshluta) kringlukast 31,35 m (góð bæting) og 1.500 m hlaup 4:38,14 (bæting um 3 sekúndur).

Nánar er fjallað um glæsilegt afrek Dags Fannars sem bætti, í þrautinni, 66 ára gamalt HSK-met í 1.500 metra hlaupi á vef Sunnlenska.is.

Hildur Helga sigraði stúlknaflokkinn með yfirburðum fékk 4.031 stig sem er HSK-met og 550 stigum meira en silfursætið. Árangur í einstökum greinum var eftirfarandi 80 m grindahlaup 13,66 sek (bæting), kúluvarp 11,59 m, hástökk 1,45 m (bæting), spjótkast 42,17 m. (bæting um rúman metra) og svo 400 m hlaup 74,70 sek.

óg

---

Glæsilegur árangur hjá þessu unga og upprennandi frjálsíþróttafólki.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Ólafur Guðmundsson