Dagur Fannar setti tvö HSK met

Frjálsar - Dagur Fannar Einarsson
Frjálsar - Dagur Fannar Einarsson

Nokkrir keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt í Stórmóti ÍR helgina 19.-20. janúar sl.

Tvö HSK met voru sett á mótinu, en Dagur Fannar Einarsson keppandi Umf. Selfoss bætti ársgömul eigin met í 400 metra hlaupi innanhúss í flokkum 16-17 ára og 18-19 ára. Dagur Fannar hljóp á 51,97 sek. og bætti sig um 0,25 sek.

Heildarúrslit mótsins eru á www.fri.is.

Úr fréttabréfi HSK