Dregið í Coca Cola bikarnum

coke bikar
coke bikar

Dregið var í 8 liða úrslit í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola bikarnum í hádeginu í dag.  Bæði meistaraflokkur karla og kvenna voru í pottinum.

Stelpurnar drógust á móti bikarmeisturum Fram og strákarnir á móti Völsurum.  Bæði lið fengu heimamaleiki og fara leikirnir fram í Hleðsluhöllinni í kringum 18. febrúrar.  Þau lið sem komast áfram úr þessari umferð munu komast í bikarvikuna í Laugardalshöll í byrjun mars.

Bikardrátturinn í heild leit svona út:

Kvennaflokkur

  • FH - Valur
  • ÍBV - KA/Þór
  • Haukar - Stjarnan
  • Selfoss - Fram

Karlaflokkur

  • Fjölnir - Þróttur
  • Afturelding - FH
  • ÍBV - ÍR
  • Selfoss - Valur

Nánar má lesa um bikardráttinn á Rúv, Mbl og Vísi.