Dregið í undanúrslitum Símabikarsins

Síminn (1)
Síminn (1)

Í hádeginu var dregið í undanúrslit í Símabikar karla. Þar var Selfoss í pottinum og fengu ÍR. Hin viðureignin verður Akureyri - Stjarnan. Selfoss slóg út ÍBV til að komast í undanúrslitin og ÍR slóg út ríkjandi bikarmeistara Hauka. Undanúrslitin verða leikin í Laugardalshöll 8 mars. og úrslitaleikurinn á sama stað 10. mars 

Selfoss og ÍR léku saman í 1. deildinni í fyrra og unnu liðin sitthvoran leikinn og gerðu eitt jafntefli. ÍR styrkti liðið sitt þó töluvert fyrir N1. deildina og hafa leikmenn eins og Ingimund Ingimundarsson, Björgvin Hólmgeirsson og Sturla Ásgeirsson í liðinu sínu. Það verður því erfitt verkefni sem bíður Selfoss í undanúrslitinum, en alls ekki ómögulegt. Það eru núna liðin 20 ár síðan Selfoss komst seinast í bikarúrslit og vonandi að það endurtaki sig.