Dýrmæt stig í toppbáráttunni

Elvar Örn Jónsson
Elvar Örn Jónsson

Selfoss náði að landa ævintýralegum eins marks sigri á Val í kvöld, 25-26, en úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins.

Það er alltaf boðið upp á spennuleiki þegar Selfoss er annarsvegar, leikurinn í kvöld var engin undantekning.

Leikurinn byrjaði hægt og bæði lið voru aðeins að þreifa fyrir sér. Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik og liðin skiptust á að vera yfir, Selfoss var einu marki yfir í hálfleik 11-12. Valsmenn voru sterkari í upphafi seinni hálfleiks og voru skrefi á undan mest allan seinni hálfleikinn. En leikurinn er 60 mínútur og það vita Selfyssingar manna best. Þegar rúm mínúta var eftir var staðan 25-25, Selfyssingar fóru í sókn þar sem Nökkvi Dan kom Selfyssingum yfir 25-26 og um 20 sekúndur eftir á klukkunni. Valur tók því leikhlé og lagði upp í kerfi sem heppnaðist en Valur nýtti sér ekki dauðafæri og því sigraði Selfoss leikinn með einu marki, 25-26.

Mörk Selfoss:  Elvar Örn Jónsson 7, Alexander Már Egan 5, Atli Ævar Ingólfsson 5, Haukur Þrastarson 3, Hergeir Grímsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 2, Einar Sverrisson 2.

Varin skot: Sölvi Ólafsson 8 (%) og Pawel Kiepulski 4 (%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Selfyssingar eru því komnir í annað sæti deildarinnar með 24 stig, stigi á eftir Haukum. Næsti leikur er heimaleikur gegn FH næsta föstudag kl 20:00. Stelpurnar taka hins vegar á móti Val á morgun, þriðjudag, kl 19:30 og frítt er inn á leikinn!


Mynd: Elvar Örn sækir á Valsvörnina fyrir viku síðan
Inga Heiða Heimisdóttir