Egill Blöndal með brons á Opna sænska

Egill Blöndal frá júdódeild Umf. Selfoss keppti á Opna sænska mótinu í júdó, en mótið fór fram í Sokkhólmi um síðustu mánaðamót. Fjórir keppendur frá Íslandi tóku þátt í mótinu. Í aldursflokki U20 kepptu Kjartan Magnússon -66 kg og Gísli Haraldsson -73 kg og í flokki U17 kepptu þeir Egill Blöndal og Logi Haraldsson, báðir í -81 kg þyngdarflokki. Egill Blöndal náði bestum árangri íslensku keppendanna en hann varð í þriðja sæti í sínum flokki. Í flokknum voru níu keppendur. Egill vann fyrst Matti Juopper frá Finnlandi, en tapaði síðan fyrir öðrum Finna. Hann keppti síðan um bronsið gegn Sami Kangas, einnig frá Finnlandi, og vann hann á ippon. Þess má geta að Egill varð nýlega 16 ára og árangur hans því einstaklega glæsilegur.

ög