Elínborg Katla framlengir

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til tveggja ára.

Elínborg Katla var einn af lykilleikmönnum Selfoss sem í vetur sigraði Grill 66 deildina með fullu húsi stiga, þar sem hún tók þátt í öllum leikjum liðsins. Í haust mun Elínborg hefja sitt sjötta tímabil í meistaraflokki Selfoss þrátt fyrir að vera aðeins tvítug.

Það verður spennandi að fylgjast með þessari baráttukonu í vetur og þessu skemmtilega liði sem mætt er á ný í deild þeirra bestu.