Elvar Örn nýliði í HM-hóp Íslands | Teitur Örn og Haukur í landsliðsverkefnum

Elvar Örn Jónsson
Elvar Örn Jónsson

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson er í hópi 28 leikmanna sem Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur valið fyrir HM sem fram fer í Frakklandi í janúar.

Fyrir mótið mun liðið spila þrjá vináttulandsleiki í Danmörku en liðið kemur saman til æfinga milli jóla og nýárs.

Elvar Örn er nýliði í hópnum en hann hefur vakið mikla athygli fyrir vaska framistöðu með Selfyssingum í Olís-deildinni í vetur þar sem hann er meðal markahæstu manna.

Meðal annarra leikmanna í hópnum má nefna Grétar Ara Guðjónsson, Haukum, sem varði mark Selfoss í Olís-deildinni framan af vetri, Bjarka Má Elísson, Fuche Berlin, Selfyssingana Guðmund Árna Ólafsson og Janus Daða Smárason, Haukum og Selfyssinginn Ómar Inga Magnússon, Aarhus Håndbold.

Teitur Örn til Þýskalands með U-19

Teitur Örn Einarsson í hóp U-19 ára landsliðsins sem tekur þátt í Sparkassen Cup í Merzig í Þýskalandi milli jóla og nýárs en liðið æfir á Íslandi 18.-22. desember.

Haukur til Frakklands með U-17

Haukur Þrastarson eru í hóp U-17 ára landsliðsins sem tekur þátt í Mediterranean Youth Handball Championship í París 15.-22. janúar nk. en hópurinn æfir saman 27.-30. desember í Reykjavík,.

---

Elvar Örn í íslensku treyjunni.
Ljósmynd: HSÍ