Enn bætist í úrvalshóp FRÍ

Ísold Assa á æfingu í Lindexhöllinni
Ísold Assa á æfingu í Lindexhöllinni

Ísold Assa Guðmundsdóttir hefur náð lágmörkum í úrvalshóp FRÍ fyrir árið 2022-2023.  Hún stökk 1.55m í hástökki og stökk þar með inn í úrvalshópinn.  Hún er sjötti afreksmaður frjálsíþróttadeildar Selfoss sem nær lágmörkum í hópinn á þessu hausti.  Ísold Assa er 15 ára gömul og æfir af krafti með frjálsíþróttadeild Selfoss og er efnileg í mörgum greinum. Vonandi ná fleiri lágmörkum í hópinn á næstu vikum.