Enn einn hörkuleikur Selfyssinga

Handbolti - Hrafnhildur Hanna gegn FH
Handbolti - Hrafnhildur Hanna gegn FH

Stelpurnar okkar í Olís-deildinni urðu að játa sig sigraðar eftir hörkuleik sem fram fór í Eyjum á laugardag. Lokatölur 32-29 fyrir heimakonur í ÍBV.

Selfyssingar virtust vel gíraðar fyrir leikinn og komust í 1-5 í upphafi leiks en þá tóku heimastelpur við sér og jafnaði 5-5. Eyjameyjur héldu yfirhöndinni áfram og komnust í 11-7 en okkar stelpur náðu að minnka í 15-13 fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik var ÍBV ávallt skrefinu og 3-4 mörkum á undan. Þær lönduðu á endanum þriggja marka sigri 32-29.

Nánar er fjallað um leikinn á vef FimmEinn.is.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst með 11 mörk, Adina Maria Ghidoarca skoraði 7, Perla Ruth Albertsdóttir 5,Carmen Palamariu 3 og þær Margrét Katrín Jónsdóttir, Arna Kristín Einarsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir allar 1 mark. Katrin Ósk Magnúsdóttir varði 11 skot í leiknum og Áslaug Ýr Bragadóttir 4.

Að loknum fjórum umferðum er Selfoss án stiga í 7. sæti deildarinnar og taka á móti Fylki í íþróttahúsi Vallaskóla laugardaginn 15. október kl. 14:00. Fylkisstelpur eru einnig stigalausar í deildinni sæti neðar á markamun.

---

Hrafnhildur Hanna var markahæst að venju.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/JÁE