Eric Máni og Alexander Adam valdir í landsliðið í motocrossi

Ironman Raceway Crawforsdville USA
Ironman Raceway Crawforsdville USA

Eric Máni Guðmundsson og Alexander Adam Kuc hafa verið valdir til að taka þátt í landsliðsverkefnum á vegum Snjósleða- og mótorhjólsambands Íslands.

Eric Máni Guðmundsson var valin landslið Íslands fyrir MXoN en liðið skipa þeir Eiður Orri Pálmarsson sem mun keppa í MX Open, Ingvar Sveirr Einarsson keppir í MX1 og Eric Máni Guðmundsson MX2. Ungt og efnilegt lið sem verður gaman að fylgjast með á þessum stórmóti.

Keppnin í ár fer fram 3.-5. Október í Ironman Raceway Crawfordsville USA.

 

Alexander Adam Kuc var valin landslið Íslands fyrir Coupe de l'Avenir. Keppnin er haldin árlega í Belgíu fyrir ökumenn undir 21 árs, 15 þjóðir taka þátt árlega og má hver þjóð senda 3 lið skipuð 3 ökumönnum til keppni. Er þetta í annað skipti sem Ísland sendir þrjú fullskipuð lið til keppni. Alexander Adam keppir í MX Open.

Keppnin fer fram 4.-5. Október í Belgíu.

Framtíðin í íslensku motocrossi er sannarlega björt og verður gaman að fylgjast með ökumönnunum okkar keppa á meðal þeirra bestu.