Eric Máni akstursíþróttamaður ársins hjá MSÍ

Laugardaginn 8. nóvember fór fram Uppskeruhátíð Mótorhjóla og snjósleðaíþróttasambands Íslands í Hlégarði. Þar voru veitt verðlaun fyrir árangur ársins í motocross, enduro og spyrnugreinum ársins 2025. 

Tveir frá UMFS tóku við verðlaunum sínum á hátíðinni.

Alexander Adam varð Íslandsmeistari í MX1. 

Eric Máni varð Íslandsmeistari í MX2 og varð 2. í enduro 14-19 ára.

Á hófinu var einnig tilkynnt um kjör á Akstursíþróttafólk ársins 2025 og varð það Eric Máni Guðmundsson sem hlutu nafnbótina akstursíþróttamaður ársins 2025 hjá Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandi Íslands.

Við óskum þeim innilega til hamingju.