Eva María með sigur á Reykjavíkurleikunum

Frjálsar - Eva María Baldursdóttir
Frjálsar - Eva María Baldursdóttir

 

Eva María Baldursdóttir, UMF Selfoss, sigraði stórglæsilega á Reykjavikurleikunum í hástökki en frjálsíþróttahluti keppninnar fór fram 7.febrúar.  Hún gerði sér lítið fyrir og bætti sinn besta árangur innanhúss  um 2 cm þegar hún sveif yfir 1.78m. Stúlkurnar í öðru og þriðja sæti stukku 1.73m og 1.70m.  Árangurinn er HSK met bæði í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára.  Stórglæsileg byrjun á keppnistimabilinu hjá þessari  17 ára efnilegu stúlku.  Eva María á best 1.81m utanhúss og er hún búin að ná lágmarki á Evrópumeistaramót 20 ára og yngri sem verður vonandi haldið í sumar.  Næsta mót hjá Evu Maríu er Unglingameistaramót Íslands sem verður haldið 27.-28. febrúar.