Eva María öflug í Evrópubikar

Eva María öflug með landsliði Íslands
Eva María öflug með landsliði Íslands

Eva María Baldursdóttir var á dögunum valin í landslið Íslands í Evrópubikarkeppni landsliða. Keppnin var að þessu sinni haldin í Silesia/Krakow-Malopolska í Póllandi en lið Íslands er í annarri deild og eru feiknasterkir keppendur frá mörgum af sterkustu landsliðum Evrópu sem taka þátt.  Eva María tók þátt í hástökki og stóð hún sig vel þar sem hún endaði í 12-13 sæti með stökki upp á 1.73m en hún átti mjög góðar tilraunir við 1.79m.  Yaroslava Mahuchikh frá Úkraínu sigraði með stökki upp á 1.97m en hún situr efst á heimslistanum í hástökki með 2,01m.  Frábært hjá Evu Maríu og spennandi að fylgjast með henni en hún stundar nám í Bandaríkjunum ásamt því að æfa þar við frábærar aðstæður.  Í sumar æfir Eva María með frjálsíþróttadeild Selfoss undir handleiðslu Rúnar Hjálmarssonar yfirþjálfara deildarinnar.