Eva María valin í Stórmótahóp FRÍ

eva maría
eva maría

Hin stórefnilega Eva María Baldursdóttir er komin í Stórmótahóp FRÍ. Á Vormóti UMSB þann 2.júní sl. stökk hún 1.75m í hástökki en lágmark í hópinn í hennar aldurflokki (16-17 ára) er 1.73m. Stórmótahópur FRÍ er fyrir iðkendur á aldrinum 16-22 ára þar sem markmiðið er að styðja við framtíðar afreksmenn Íslands sem eru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegum stórmótum í unglinga- og ungmennaflokki og þjálfara þeirra. Stuðningurinn snýr að því að aðstoða keppnismanninn við að móta andlegan/líkamlegan styrk, fyrirbyggja meiðsli auk almenns undirbúnings fyrir þátttöku í stórmótum ofl.  

Eva María er fyrsti fulltrúi Frjálsíþróttadeildar UMFS til að ná lágmarki í hópinnn.  Frjálsíþróttadeild UMFS er virkilega stolt af árangri hennar og er árangur hennar öðrum iðkendum deildarinnar mikil hvatning.  Eva María keppir á Gautaborgarleikunum í hástökki um næstu helgi og verður spennandi að sjá hana spreyta sig þar við aðra góða hástökkvara.