Eyþór og Katla verðlaunuð á lokahófi HSÍ

Katla María Magnúsdóttir og Eyþór Lárusson
Katla María Magnúsdóttir og Eyþór Lárusson

Lokahóf HSÍ fór fram í gær og í hádeginu í gær en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni. Selfyssingar áttu besta leikmann ásamt því að eiga besta þjálfarann í Grill 66 deild kvenna.

Katla María Magnúsdóttir var valin leikmaður ársins í Grill 66 deildinni ásamt því að vera kjörinn besti sóknarmaðurinn. Eyþór Lárusson var valinn besti þjálfari ársins.

Við óskum þeim Kötlu og Eyþóri til hamingju með viðurkenninguna.