Félagsmet hjá Selfoss

Knattspyrna - Arnar Logi Sveinsson Fótbolti.net HB
Knattspyrna - Arnar Logi Sveinsson Fótbolti.net HB

Selfoss lék tvo leiki í 2. deildinni í seinustu viku og bara sigur úr bítum í báðum leikjunum. Liðið hefur nú unnið átta leiki í röð sem er félagsmet hjá knattspyrnudeild Selfoss.

Selfoss sótti Víði heim í Garðinn 9. september og urðu lokatölur 1-4. Hrvoje Tokic skoraði tvö fyrstu mörkin, Kenan Turudija bætti þriðja markinu við áður en Jökull Hermannsson kórónaði leik strákanna okkar með fjórða markinu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Á sunnudag hafði liðið betur gegn ÍR á JÁVERK-vellinum. Selfyssingar höfðu yfirhöndina í leiknum frá upphafi. Valdimar Jóhannsson skoraði fyrsta mark Selfoss eftir tæpan stundarfjórðung. Tokic tvöfaldaði forystu Selfyssinga skömmu fyrir hálfleik. Arnar Logi Sveinsson bætti við þriðja marki Selfoss á 63. mínútu leiksins. ÍR náði að klóra í bakkann og lokatölur því 3-1, Selfoss í vil.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar tróna á toppi deildarinnar ásamt Kórdrengjum með 37 stig að loknum sextán leikjum. Næsti leikur liðsins er gegn Þrótti úr Vogum á JÁVERK-vellinum laugardaginn 19. september, kl. 14:00.

Myndatexti:

Arnar Logi gulltryggði sigur Selfyssinga gegn ÍR.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð