Fimleikahópur frá Selfossi á leið á Eurogymhátíðina í Portúgal

Ungar fimleikastúlkur frá Selfossi, fæddar 1997 og 1998, halda út föstudaginn 13. júlí á fimleikahátíðina Eurogym sem haldin er í Portúgal. Hátíðin er haldin annað hvert ár og stendur yfir í 5 daga. Fimleikadeildin á Selfossi hefur sent út hóp í mörg ár í röð og þetta því orðin einskonar hefð.

4000 þátttakendur frá tugum landa leggja leið sína á þessa hátíð og er undirbúningurinn mikill. Þær eru í óða önn að æfa atriði sitt sem þær sýna a.m.k. tvisvar sinnum á hátíðinni. Milli sýninga sækja þær alls konar afþreyingar. Má þar nefna Kayaksiglingar, circuslyftur, danstíma og lengi mætti telja. Hópurinn sem fer frá Selfossi telur 31. Af því eru 25 iðkendur, 2 þjálfarar og 4 farastjórar. Það sem gerir ferðina okkar sérstaka er það að í ár er Selfoss eina félagið frá Íslandi sem sendir út hóp á hátíðina og erum við því verðugir fulltrúar Íslands á hátíðinni. Á myndinni er hópurinn frá Selfossi.

F. h. Fimleikadeildarinnar, 
Sigrún Ýr, þjálfari