Fimm "nýjir" leikmenn til Selfoss

andri_hordur_sigurdur_orn220113gk
andri_hordur_sigurdur_orn220113gk

Undanfarið hafa 5 leikmenn bæst inn í æfingarhóp mfl. karla í handbolta. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa komið upp úr unglingarstarfinu á Selfossi. Tveir eru að koma inn eftir löng og erfið meiðsli, tveir koma frá öðrum félögum og einn er að byrja aftur eftir hálfs árs frí. Allir hafa þeir það sameiginlegt að styrkja liðið og óskar heimasíðan þá velkomna til félagsins.

 

 

 

 

 Mynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 Andri Már Sveinsson - fæddur 1991

Vinstri hornamaður, fljótur, góður skotmaður. Hefur slitið krossband
tvisvar, einu sinni á sitthvoru hnénu. Ekki spilað síðan i des 2011. Er að
komast í betra stand með hverri viku.

 

Viðtal við Andra Má

Gústaf Lilliendahl - fæddur 1987

Línumaður. Góður skotmaður og sóknarmaður, kemur sér vel í færi. Lék vel
með Fylki fyrir áramót og skoraði mikið og fiskaði mörg vítaköst. (mynd væntanleg)

Viðtal við Gústaf

Hörður Másson - fæddur 1989

Hægri skytta. Mjög öflug skytta sem hefur mikinn skotkraft og hefur bætt
sig mikið hvað spil innan liðs varðar. Sterkur varnarmaður sem getur leikið
bæði í bakverði og miðverði. Lék með HK síðast fram í des 2011 en tók skóna
fram í nóvember sl. til að hjálpa Selfossliðinu. Sjóli, eins og hann er oft
kallaður, er að komast í betra stand og skotin eru að verða fastari.

Viðtal við Hörð

 Sigurður Már Guðmundsson - fæddur 1991

Vinstri skytta/miðjumaður. Afar sterkur varnarmaður sem getur leikið hvar
sem er í vörn og í hvaða afbrigði af vörn sem er. Líkamlegur sterkur og
fljótur. Skotfastur og á eftir að auka breidd mikið í spili liðsins og
létta á útispilurum þeim sem fyrir eru.

Viðtal við Sigurð Má

 Örn Þrastarson - fæddur 1991

Leikstjórnandi. Hefur verið frá keppni afar lengi en með dugnaði og
þrautseigju hefur hann náð að leika nokkra æfingaleiki með liðinu nú í
janúar. Örn hefur slitið krossband tvisvar á sama hné, vonandi eru slík
meiðlsi að baki og er hann að vinna í því að koma sér í stand. Eykur breidd
mikið og kemur með annan vinkil í leik liðsins.

Viðtal við Örn

Heimasíðan hafði samband við Arnar þjálfara meistaraflokks og hafði hann þetta að segja:

"Það er frábært að fá þessa stráka inn í hópinn. Allir auka þeir gæði æfinga
og eru staðráðnir í að koma sér í leikhæft ástand og vinna sér þannig inn
leiktíma. Endurkoma þeirra leiðir til þess að mun meiri keppni er komin í
allt sem við gerum á æfingum. Leikmenn berjast meira en áður, spila fastari
vörn og samkeppni er þar af leiðir orðin mun meiri. Allt þetta bætir
leikmenn sem og liðið í heild. Þessir fimm drengir eru líka allir frábærir
að hafa í hóp og sannir félagsmenn og ekki skemmir fyrir að allir koma þeir
úr starfinu hér á Selfossi. Þeir eiga þó enn í land með suma hluti og eru
þeir mislangt komnir hver á sinni leið. Það er ósk okkar allra að það komi
sem fyrst allt er líða fer á árið og er ég sannfærður um það gerist."