Fimm Selfyssingar æfa með U20

HSI
HSI

Fimm Selfyssingar æfa með U20 ára landsliðum HSÍ nú um hátíðarnar.

Einar Jónsson valdi 21 leikmann til æfinga hjá U20 ára landsliði kvenna milli jóla og áramóta. Í hópnum eru Selfyssingarnir Katrín Ósk Magnúsdóttir markvörður, Elena Elísabet Birgisdóttir, Hulda Dís Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir.

Þá er Elvar Örn Jónsson í hópi Sigursteins Arndals og Ólafs Stefánssonar sem völdu 21 leikmann til æfinga hjá U20 ára landsliði karla yfir hátíðirnar. Æfingar hófust þriðjudaginn 29. desember og verður æft til og með 7. janúar.