 
				
									taekwondo_rig_jan13
							 
				Taekwondodeild Umf. Selfoss átti sextán keppendur sem tóku þátt í Reykjavíkurleikunum, RIG, Reykjavik International Games, sem er alþjóðlegt mót sem fram fór um þar síðustu helgi. Þau stóðu sig frábærlega og fimmtán þeirra komust á verðlaunapall. Í ár var í fyrsta skipti keppt í taekwondo á RIG en bæði var keppt í sparring og poomsae. Árangur keppenda taekwondodeildar Umf. Selfoss á RIG 2013 var eftirfarandi:
Kadett flokkur:
 Gunnar Snorri, bronsverðlaun, Sparring
Junior flokkur:
-63 kg karlar
 Ísak Máni Stefánsson, silfurverðlaun
 Ingólfur J. Á.Óskarsson, bronsverðlaun
-74 kg karlar
 Símon Bau Ellertsson, gullverðlaun
 Jón Páll Guðjónsson Foley, silfurverðlaun
Senior flokkur kvenna:
Lægri belti
 Kristín Sesselia Róbertsdóttir, gullverðlaun
Hærri belti
 Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, gullverðlaun
Senior flokkur karla.
Lægri belti -68 kg
 Marek Krawczyński, gullverðlaun
Lægri belti -80 kg
 Birgir Viðar Svansson, gullverðlaun
 Daniel  Dąbrowski, bronsverðlaun
Senior flokkur
Hærri belti -74 kg
 Sigurður Óli Ragnarsson, silfurverðlaun
Blandaður flokkur -80 kg til -87 kg
 Daníel Jens Pétursson, gullverðlaun
Úrslit í poomsae:
Senior flokkur konur dan gráður:
Natalie Pinard, gullverðlaun
Senior flokkur 4.-1. geup konur 21-29 ára:
 Hekla Þöll Stefánsdóttir, gullverðlaun
Senior flokkur 4.-1. geup konur 30+:
 Guðrún Halldóra Vilmundardóttir, silfurverðlaun
MYND. Hluti keppena frá Selfossi. Frá vinstri: Marek Krawczyński , Daníel Dąbrowski , Kristín Sesselia Róbertsdóttir, Daníel Jens Pétursson, Dagný María Pétursdóttir, Ísak Máni Stefánsson og Hekla Þöll Stefánsdóttir.