Fjóla Signý og Hreinn Heiðar bikarmeistarar í hástökki

Sjötta Bikarkeppni FRÍ í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 18. febrúar s.l. HSK sendi sitt sterkasta lið til keppni sem náði góðum árangri. Það samanstóð af ungum einstaklingum sem þreyttu frumraun sína í bikarkeppni sem og reyndum  jöxlum sem alltaf standa fyrir sínu. Tvö gull, tvö silfur og fimm brons komu í hús, miðað við eitt gull, átta silfur og fimm brons í fyrra, ásamt því að stór hluti keppenda HSK-liðsins bætti sig, ýmist persónulega eða náði sínum besta árangri á keppnistímabilinu. Í kjölfar þessara bætinga litu dagsins ljós fimm ný HSK-met. Metin voru reyndar mun fleiri í fyrra en á það ber að líta að í ár voru nokkrir lykilmenn liðsins meiddir. Það var sérstaklega gaman að sjá þá samheldn og baráttu sem einkennir ávallt HSK-liðið í Bikarkeppnum.

Fjóla Signý Hannesdóttir Selfossi, fyrirliði kvenna liðsins, stóð sig vel að vanda. Hún stökk allra kvenna hæst í hástökki, 1,66 m. Hún varð svo fyrir því óláni að þjófstarta í 400 m hlaupinu þar sem hún átti góða möguleika á sigri. 
Hreinn Heiðar Jóhannsson Laugdælum var enginn eftirbátur Fjólu í að halda merki hástökkvara í HSK á lofti. Hann jafnaði sinn persónulega besta árangur í hástökki karla og vippaði sér yfir 1,95 m og sigraði. Hreinn hljóp svo mjög gott 60 m grindahlaup og bætti sig úr 9,26 sek í 9,05 sek og setti í leiðinni HSK-met í flokki 20-22 ára pilta. Hreinn varð fjórði í hlaupinu. 
Eva Lind Elíasdóttir Þór var drjúg fyrir HSK-liðið að vanda. Hún tók silfur í 60 m grindahlaupinu er hún hljóp á 9,33 sek og bætti persóulegan árangur sinn um fjögur brot. Eva Lind varð síðan þriðja í 200 m hlaupinu nánast á sínum besta tíma 26,80 sek.
Kristinn Þór Kristinsson Samhygð hljóp vel útfærð millivegalendarhlaup karla en Kristinn er mjög mikilvægur fyrir liðið. Hann kom þriðji í mark í 800m. hlaupinu, sjónarmunn frá silfrinu á sínum öðrum besta tíma frá upphafi 1:54,81mín., í 1500m. hlaupinu varð hann örugglega í öðru sæti í taktísku hlaupi. Kúluvarp hefur löngum verið sterkt hjá HSK og á því varð enginn breyting nú. Ólafur Guðmundsson Laugdælum varð þriðji í kúluvarpi karla með sitt lengsta kast í ár, 13,53m. og Ágústa Tryggvadóttir Selfoss tók sama sæti í kúluvarpi kvenna. En hún var að keppa í fyrsta sinn í tvö ár eftir barnsburðarfrí, kastaði 11,16m. Í þrístökki karla varð Bjarni Már Ólafsson Vöku þriðji með 13,14m.

Fjögur HSK met til viðbótar voru sett á mótinu. Sólveig Helga Guðjónsdóttir Selfoss bætti sig um tvær sek. í 800m. hlaupinu, tíminn 2:27,03mín. og HSK met í 16 -17ára flokki og 18-19 ára flokki stúlkna, gamla metið átti Eva Lind Elíasdóttir Þór 2:28,86 mín. Dagný Lísa Davíðsdóttir sem keppir einnig fyrir Selfoss og er aðeins 15 ára, hljóp gott 1500m. hlaup í fjarveru Agnesar Erlingsdóttur, sem var meidd. Hún setti HSK met í í flokki 15 ára og 16-17 ára hljóp á 5:25,82 mín. og varð fimmta. Gamla metið átti Borghildur Valgeirsdóttir 5:26,2 mín. Þá hljóp Hermann Snorri Hoffriz 60m. hlaupið í stað Haraldar Einarsson sem einnig var meiddur og leysti það vel af hendi, bætti sinn persónulega árangur og fór í fyrsta sinn undir átta sekúndurnar, tíminn 7,99s.

Samstaða, jákvæðni og góður andi einkenndi HSK liðið. Mottóið að maður kemur í manns stað var haft í fyrirrúmi. Varmenn voru ávallt tilbúnir og leystu sínar greinar með sóma.

Í heildarstigakeppninni varð HSK í 5. sæti af sex liðum með 68 stig. FH sigraði eftir hörkukeppni við ÍR-A með 105 stig og endurheimti titilinn, en ÍR- A hafði unnið þrjú ár í röð. Karlaliðið lið HSK varð í 4. sæti og kvennaliðið í því 5.

Annars varð árangur keppenda HSK eftirfarandi:

 Fjóla Signý Hannesdóttir  Selfoss  Hástökk  1,66 m    nr. 1
 Hreinn Heiðar Jóhannsson  Laugdælir  Hástökk  1,95 m  pers.best  nr. 1
 Eva Lind Elíasdóttir  Þór   60 m gr.hlaup  9,33 sek  pers.best  nr. 2
 Hreinn Heiðar Jóhannsson  Laugdælir   60 m gr.hlaup  9,05 sek  pers.best  nr. 4
 Sólveig Helga Guðjónsdóttir  Selfoss  800 m hlaup  2:27,03 mín  HSK-met  nr. 6
 Kristinn Þór Kristinsson  Samhygð  800 m hlaup  1;54,81 mín  HSK-met  nr. 3
 Dagný Lísa Davíðsdóttir  Selfoss  1500 m hlaup  5:25,82 mín  HSK-met  nr. 5
 Kristinn Þór Kristinsson  Samhygð  1500 m hlaup  4:13,26 mín  ársbest  nr. 2
 Eva Lind Elíasdóttir  Þór   200 m hlaup  26,80 sek    nr. 2
 Baldvinn Ari Eiríksson  Selfoss  200 m hlaup  26,63 sek  ársbest  nr. 5
 Ágústa Tryggvadóttir  Selfoss  Kúluvarp  11,16 m  ársbest  nr. 3
 Ólafur Guðmundsson   Laugdælir  Kúluvarp  13,53 m  ársbest  nr. 3
 Fjóla Signý Hannesdóttir  Selfoss  400 m hlaup  Óg.    
 Dagur Fannar Magnússon  Selfoss  400 m hlaup   63,20 sek  ársbest  nr. 4
 Elinborg Anna Jóhannsdóttir   Laugdælir    Þrístökk  10,18 m    nr. 5
 Bjarni Már Ólafsson  Vaka  Þrístökk  13,14 m    nr. 3
 Sólveig Helga Guðjónsdóttir   Selfoss   60 m hlaup   8,40 sek  ársbest  nr. 6
 Hermann Snorri Hoffriz   Selfoss   60 m hlaup   7,99 sek  pers.best  nr. 6
 Elinborg Anna Jóhannsdóttir  Laugdælir   Langstökk   4,71 m    nr. 6
 Bjarni Már Ólafsson   Vaka   Langstökk   6,08 m     nr. 4
 Theódóra Jóna Guðnadóttir   Dímon   Stangarstökk  2,40 m  ársbest  nr. 4
 Ólafur Guðmundsson   Laugdælir  Stangarstökk  2,20 m     nr. 5
 4x400 m boðhlaup  *    4:11,52 mín   ársbest  nr. 5
 4x400 m boðhlaup   **    3:57,63 mín  ársbest  nr. 6

 
* Sólveig Helga, Kristín Rut, Eva Lind og Fjóla Signý.    
** Baldvin Ari, Hreinn Heiðar, Hermann Snorri og Kristinn Þór.

Ólafur Guðmundsson, verkefnisstjóri HSK í frjálsum.

[gallery link="file" columns="4"]