Fjóla Signý sigraði í 400m grindahlaupi í Svíþjóð

Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, sigraði í 400 m grindahlaupi á Folksam Challenge mótinu í Mölndal í Svíþjóð þann 4. ágúst s.l. Fjóla hljóp vegalengdina á 60,42 sek en hún á best 59,62 frá því á Meistaramóti Íslands. Sænsk stelpa var í öðru sæti á 60,68 sek og dönsk í því þriðja á 60,81 sek. Fjóla Signý keppir næst í 400 m grindahlaupi í Bikarkeppni FRÍ sem fram fer á Akureyri 24.-25. ágúst.