Fjör á Símamótinu um helgina

Símamótið fór fram um síðustu helgi. Selfoss átti 7 lið á mótinu sem haldið er á vegum Breiðabliks í Kópavogi. Öll Selfoss-liðin stóðu sig vel á mótinu. Tvö lið komu heim með verðlaun. Lið 1 í 7. flokki varð í 1.-2. sæti ásamt Skagastúlkum og A-lið 6. flokks varð í 2. sæti í sínum hópi. Þá unnu tvær stúlkur til verðlauna í skotkeppninni.

Á myndinni hér til hliðar má sjá stoltar stúlkur í liði 1 í 7. flokki með verðlaunapening og bikar. Efri röð f.v.: Katrín, Brynja Líf og Kristjana. Neðri röð f.v.: Embla Dís, Thelma Lind, Tinna Sigurrós og Hildur Maja.

Tvær stúlkur frá Selfossi unnu til verðlauna í skotkeppninni en þar var keppt um titillinn Boltasnillingur í sínum flokki. Stelpurnar gátu spreytt sig í skotkeppninni meðan á mótinu stóð. Tíu stelpur í 5. og 6. flokki fóru í úrslit og 5 stelpur í 7. flokki. Sara Lind A van Kasteren lenti í 1.-2. sæti í 6. flokki og Katrín Ágústsdóttir lenti í 2. sæti í 7. flokki.

Mynd til hliðar: Sara Lind A van Kasteren (t.v.) og Katrín Ágústsdóttir.

Mynd að neðan: Stelpur í A-liði 5. flokks. Efri röð f.v.: Brynhildur, Ingunn Sara, Diljá, Barbára Sól, Elva, Unnur Dóra. Neðri röð f.v.: Katla María, Snædís Líf og Sara Sif. Fremst er Svana.

Myndirnar tók Margrét Drífa.