Fjörugt jólamót HSK í taekwondo

HSK-mótið í taekwondo fór fram í íþróttahúsinu Iðu Selfossi sl. sunnudag. Keppendur á mótinu voru á fimmta tuginn. Flestir voru frá Umf. Selfoss eða 36, þrír voru frá Umf. Heklu,tveir frá Umf. Stokkseyrar og einn frá Þorlákshöfn.

 

Keppt var í poomsae (formi ), MUYE ( sem er Taekwondosýning t.d. brot á spýtum og múrsteinum), Sparring (bardaga) og þrautabraut. Mikil og góð stemning skapaðist, sérstaklega í þrautarbrautarkeppninni þar sem mikið var sprellað og keppni hörð. HSK-mótin, sem hafa verið í umsjá Taekwondodeildar Umf. Selfoss undanfarin ár, hafa vaxið ár frá ári og eru að verða fastur punktur í starfsemi deildarinnar. Ríkir jafnan mikil eftirvænting fyrir þetta mót ár hvert.

 

Stjórn og þjálfarar Taekwondodeildar Ungmennafélags Selfoss þakkar öllum keppendum drengilega keppni og öllum gestum og velunnurum fyrir komuna á þetta skemmtilega mót.

 

Fyrir hönd stjórnar TKD Selfoss

Bjarnheiður Ástgeirsdóttir

Pétur Jensson

 

Mynd efst: Fremri röð frá vinstri: Björn Jóel, Einar Ingi, Gunnar Hans og Óli Þorbjörn.
Aftari röð frá vinstri: Daníel Jens, Dagný María, Ólöf, Sigurjón Bergur, Ísak Máni og Hekla Þöll.
Mynd til vinstri: Frá vinstri: Þór, Nökkvi, Magnús og Óli Þorbjörn.

Mynd til hægri: Gunnar Hans og Björn Jóel.
Mynd neðst: Frá vinstri: Víðir Reyr, Daníel Jens og Marek