Flugeldasalan í fullum gangi!

Starf knattspyrnudeildarinnar er umfangsmikið og þurfum við á stuðningi þínum að halda. Sem fyrr verður flugeldasala á vegum deildarinnar, sem er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir starfsemi okkar. Þú mátt treysta því að þar verður að finna ódýra og góða flugeldana. Flugeldasalan verður í félagsheimilinu Tíbrá og munum við taka vel á móti gestum okkar með rjúkandi heitu kaffi á könnunni.
Kíktu við og gerðu verðsamanburð!
 
Opnunartími:
28. 14:00 - 22:00
29. 10:00 - 22-00
30. 10:00 - 22:00
31. 10:00 - 16:00