Frábær leikur hjá 4. fl. B

Strákarnir í B-liði 4. flokks léku gegn Stjörnunni í dag og var leikurinn síðasti deildarleikur þessa keppnistímabils. Það er skemmst frá því að segja að Selfyssingar léku frábærlega í leiknum og unnu að lokum 32-26 sigur.

Selfoss var með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleik en náði ekki að komast meira en tveimur mörkum yfir. Strákarnir gáfu þó eftir seinustu mínútur hálfleiksins og Stjarnan 14-16 yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik löguðu Selfyssingar varnarleik sinn, sem hafði verið akkilesarhæll liðsins í fyrri hálfleik, og kom meiri markvarsla í kjölfarið. Sóknarleikurinn varð ennþá betri og sigraði Selfoss að lokum 6 marka sigur.

Í lokin er gaman að nefna að sex leikmenn skoruðu 3 mörk eða fleiri í leiknum fyrir Selfoss en strákarnir allir eiga heiður skilið fyrir frammistöðuna í leiknum.