Frábær sigur Selfyssinga í Hafnarfirði

Knattspyrna - Hrvoje Tokic
Knattspyrna - Hrvoje Tokic

Selfoss vann frábæran 1-2 sigur á Haukum í 2. deild karla í knattspyrnu í gær þrátt fyrir að hafa verið manni færri í 70 mínútur.

Guðmundur Tyrfingsson fékk rautt spjald á 23. mínútu en staðan var markalaus í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks komustu Haukar yfir en fjórum mínútum síðar jafnaði Ingvi Rafn Óskarsson metin eftir laglega sókn Selfyssinga. Það var markahrókurinn Hrvoje Tokic sem skoraði sigurmark Selfoss á 73. mínútu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Selfyssingar eru í 3. sæti deildarinnar með 9 stig, eins og Haukar sem eru í 2. sæti en topplið Kórdrengja er með 10 stig. Næsti leikur er á heimavelli gegn Fjarðabyggð laugardaginn 11. júlí kl. 14:00.