Fyrsta keppni sumarsins

Alexander Adam - MótoMos (3)
Alexander Adam - MótoMos (3)

Vegna vætutíðar varð að gera breytingu á keppnisdagatali MSÍ. Mótokrosskeppnin sem vera átti á Selfossi 10. júní var færð í Mosfellsbæinn þar sem brautin á Selfossi var enn á floti eftir rigningar undanfarna daga og þrátt fyrir hetjulega baráttu okkar Selfyssinga var brautin ekki nothæf um helgina.

MotoMos komst áæglega frá sínum þrátt fyrir að fyrirvarinn væri mjög lítill.  Keppnin fór fram við ágætis aðstæður, brautin var mjög flott en keppendur hefðu gjarnan mátt vera fleiri en á milli 50-60 keppendur skráðu sig til leiks.

Ítarlega er fjallað um fyrstu umferðina í Íslandsmeistaramótinu í mótokrossi á vefsíðunni Mótosport.is en öll úrslit má finna á vefsíðu MSÍ.

---

Á mynd með frétt er Alexander Adam Kuc á fullri ferð í brautinni en hann sigraði í yngri flokki 85.
Á mynd fyrir neðan eru þjálfarar Selfyssinga þau Gyða Dögg Heiðarsdóttir og Heiðar Sverrisson en þau kepptu að sjálfsögðu bæði á mótinu.
Ljósmyndir: Mótosport.is/Sverrir Jónsson