Fyrsta tapið kom gegn Haukum

Haukur Þrastarson
Haukur Þrastarson

Fyrsta tap Selfyssinga í Olísdeildinni í vetur kom gegn Haukum á útivelli í gær, 30-26

Haukar mættu til leiks í byrjun og voru með frumkvæðið í leiknum, eftir rúmar 20 mínútur voru þeir komnir 8 mörkum yfir, 14-6. Þá kom hins vegar frábær 6-0 kafli hjá Selfyssingum og minnkuðu muninn niður í tvö mörk, 14-12. Staðan í hálfleik var 16-13. Það reyndist hins vegar erfiðara að komast nær Haukamönnum sem sigldu að lokum fjögurra marka sigri í höfn 30-26 og var þar með fyrsta liðið í vetur til að sigra Selfoss í Olísdeildinni.

Með sigrinum jöfnuðu Haukar Selfyssinga að stigum á toppnum en liðin hafa 12 stig, líkt og FH.

 

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 6, Einar Sverrisson 5, Árni Steinn Steinþórsson 4, Hergeir Grímsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Sverrir Pálsson 1, Tryggvi Þórisson 1, Alexander Egan 1, Matthías Örn Halldórsson 1.

Varin skot: Sölvi Ólafsson 8 (28%) og Pawel Kiepulski 6 (37%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Næsta verkefni hjá strákunum er í Evrópukeppninni um komandi helgi gegn Azoty-Pulawy. 
____________________________________

Mynd: Haukur Þrastarson var markahæstur í kvöld með 6 mörk.

Umf. Selfoss / JÁE