Glæsilegt Landsmót á Selfossi

Landsmót Hrafnhildur Hanna
Landsmót Hrafnhildur Hanna

Glæsilegu 27. Landsmóti UMFÍ var slitið á Selfossvelli í gær en mótið stóð yfir frá fimmtudegi. Keppendur og sjálfboðaliðar frá Umf. Selfoss tóku virkan þátt í mótinu ásamt félögum sínum í Héraðssambandinu Skarphéðni sem sigraði með yfirburðum í heildarstigakeppni mótsins.

Of langt mál yrði að fjalla um hlut allra Selfyssinga í mótinu en þó er rétt að geta þess að íþróttakona ársins hjá Selfoss, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir flutti ávarp fyrir hönd keppenda á setningarhátíð mótsins og fórst það henni afar vel úr hendi. Hægt er að nálgast öll úrslit mótsins á heimasíðu UMFÍ.

Við mótslit afhjúpuðu Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, þakkarskjöld sem veittur er til merkis um góða framkvæmd mótsins. Skjöldurinn er staðsettur á Landsmótssteininum á Selfossvelli.

Ungmennafélagið Selfoss vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem störfuðu fyrir okkar hönd á mótinu. Án þess framlags hefði mótið ekki orðið eins glæsilegt og raun bar vitni.

HSK stigameistari Landsmóts