Glæsilegt lokahóf handknattleiksdeildarinnar

_MG_8770_1
_MG_8770_1

Það var mikið um dýrðir hjá handboltafólki um helgina en þá var glæsilegt lokahóf deildarinnar haldið á Hótel Selfoss.  Helga Braga stýrði samkomunni og eftir að hefðbundinni dagskrá lauk mætti Siggi Hlö á svæðið ásamt Greifunum sem spiluðu fram undir morgun.  Mjög skemmtilegt og vel heppnað lokahóf en hápunkturinn á svona kvöldi er auðvitað afhending verðlauna til leikmanna. Hjá meistaraflokki kvenna var Katrín Ósk Magnúsdóttir valin efnilegust, Þuríður Guðjónsdóttir valin besti sóknarmaðurinn, Hildur Öder fékk baráttubikarinn og Hrafnhildur Hanna var markahæst, varnarmaður ársins og leikmaður ársins.

Hjá mfl. karla var Sverrir Pálsson valinn efnilegastur, Einar Sverrisson var markahæstur og valinn besti sóknarmaðurinn, Jóhann Erlingsson besti varnarmaðurinn, Andri Hrafn Hallsson fékk baráttubikarinn og Sebastian Alexandersson leikmaður ársins.

Hjá 2.flokki karla var Egidijus Mikalonis valinn efnilegastur og Sverrir Pálsson markahæstur og leikmaður ársins.

Eins og venja er þá var valinn félagi ársins, það er sá einstaklingur sem hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið.  Að þessu sinni voru það tveir aðilar sem fengu viðurkenninguna en það eru systkinin Guðmundur og Sigríður Árnabörn. 

Óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangur vetrarins.

Meðfylgjandi mynd tók Inga Heiða af verðlaunahöfum meistaraflokks karla og kvenna. Fleiri myndir frá hófinu má finna á facebook síðu félagsins, Selfoss Handbolti