Gyða Dögg íþróttamaður Ölfuss 2015

Gyða Dögg Íþróttamaður-Ölfuss-2015
Gyða Dögg Íþróttamaður-Ölfuss-2015

Akstursíþróttamaðurinn Gyða Dögg Heiðarsdóttir var valin íþróttamaður Ölfuss árið 2015.

Gyða Dögg, sem keppir fyrir mótokrossdeild Umf. Selfoss, var fyrir nokkru valin mótorhjóla- og snjósleðakona Íslands árið 2015 af MSÍ og hlaut viðurkenningu frá ÍSÍ fyrir frábæran árangur á árinu. Stóð hún sig frábærlega á síðasta ári í sinni íþrótt. Ekki nóg með að hún varð Íslandsmeistari í mótokrossi kvenna heldur sigraði hún allar keppnir í mótaröðinni með nokkrum yfirburðum. Gyða er 16 ára gömul og hefur hún æft stíft undanfarin ár og á framtíðina fyrir sér í íslensku mótokrossi.

Tólf íþróttamenn voru tilnefndir í kjörinu um íþróttamann ársins í Ölfusi þetta árið og þar á meðal voru Eva Lind Elíasdóttir knattspyrnu- og frjálsíþróttakona sem leikur knattspyrnu með meistaraflokk kvenna á Selfossi og Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir liðsmaður í blönduðu liði Selfoss í fimleikum. Þá var og tilnefndur Styrmir Dan Steinunnarson frjálsíþróttamaður sem æfir með frjálsíþróttaakademíu Selfoss og FSu.

Frá þessu var greint í Hafnarfréttum.

Við óskum öllum þeim sem hlutu viðurkenningu og tilnefningar innilega til hamingju með frábæran árangur á síðasta ári.