Handboltaskóli Selfoss

Handbolti - Handboltaskóli Selfoss II
Handbolti - Handboltaskóli Selfoss II

Handknattleiksdeild Selfoss verður með handboltaskóla í sumar eins og undanfarin ár. Það verða þrjár vikur í boði í ár það eru vikurnar 11.-14. júní, 18.-21. júní og 24.-27. júlí. Stök vika kostar kr. 5.000, tvær vikur kosta kr. 9.000 og allar vikurnar kosta kr. 12.000.

Handboltaskólinn fer fram í Hleðsluhöllinni.

Krakkar fæddir 2008-2011 verða klukkan 10.00-11.00.

Krakkar fæddir 2005-2007 verða klukkan 11.00-12.00.

Leiðbeinandur eru nýbakaðir Íslandsmeistarar Alexander Már Egan og Nökkvi Dan Elliðason. Skráning í handboltaskólann fer fram á handbolti@gmail.com eða beint á staðnum.

Það eru allir velkomnir í handboltaskólann og vonumst við til að sjá sem flesta.