Hanna best á Ragnarsmótinu - Olísdeildin hefst á laugardag

bronslið Selfoss
bronslið Selfoss

Það voru sex lið sem tóku þátt í fyrsta Ragnarsmóti kvenna sem lauk með sigri Fram um helgina.

Lið Selfoss stóð sig afskaplega vel og vann öruggan 28-20 sigur á HK, tapaði með einu marki 29-30 fyrir sigurvegurum mótsins og vann mjög góðan 33-30 sigur á ÍBV í leik um þriðja sætið.

Í lok móts var Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir valin besti leikmaðurinn ásamt því að hún var markahæst. Þá var líka gaman að fyljast með nýjasta leikmanni Selfoss hinni rúmensku Adina Ghidoarca en hún spilar alla jafna sem vinstri skytta.

Það verður óneitanlega gaman að fylgjast með liðinu í Olísdeildinni í vetur en þær hafa lagt gríðarlega mikið á sig á undirbúningstímabilinu og líta skrambi vel út. Fyrsti leikur liðsins er á útivelli gegn Haukum laugardaginn 12. september kl. 16:00.

---

Stelpurnar litu vel út á Ragnarsmótinu.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Örn Þrastarson