Hanna í úrvalsliði Olís-deildarinnar

Andri Már - vefur
Andri Már - vefur

Í gær var tilkynnt um úrvalslið kvenna á haustönn í Olís deild kvenna. Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem farið hefur á kostum í Olís deildinni er að sjálfsögðu í liðinu en hún er markahæsti leikmaður deildarinnar.

Stefán Arnarson þjálfari Fram var valinn besti þjálfarinn og var Sigurbjörg Jóhannsdóttir leikmaður Fram valin besti leikmaðurinn.

Eftirfarandi leikmenn eru í úrvalsliðinu:

Markvörður: Florentina Stanciu, Stjarnan
Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Grótta
Vinstra Horn: Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram
Vinstri Skytta: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Hægra Horn: Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Grótta
Hægri Skytta: Thea Imani Sturludóttir, Fylkir
Miðjumaður: Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram

Besti þjálfarinn: Stefán Arnarson, Fram

Besti leikmaður: Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram

---

Mynd frá verðlaunaafhendingu af vef HSÍ.