Hanna með landsliðinu í Sviss

Hanna stjórnar leik Íslands U20
Hanna stjórnar leik Íslands U20

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna í handbolta, var í hópi 16 leikmanna sem tóku þátt í æfingum og leikjum íslenska landsliðsins dagana 16.-22. mars.

Liðið dvaldi í Sviss, æfði þar og lék vináttuleiki gegn landsliði Sviss. Verkefnið var liður í undirbúningi íslenska liðins fyrir undankeppni HM, þar sem leikið verður gegn Svartfjallalandi í byrjun júni.

Hrafnhildur Hanna skoraði fjögur mörk þegar íslenska liðið tapaði 21-25 í öðrum leik liðanna. Ísland hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12, en svissneska liðið náði forystu um miðjan síðari hálfleik og hélt henni allt til loka.

Þetta var annar leikur liðanna á tveimur dögum en Hrafnhildur Hanna komst ekki á blað í 23-27 sigri Íslendinga í fyrsta leiknum.

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fagnaði fjögurra marka sigri 28-24 í þriðja og síðasta leiknum sem leikinn var í æfingaferðinni. Staðan í hálfleik var 15-10 Íslandi í vil. Hrafnhildur Hanna komst ekki á blað í leiknum.