Hátíð í handboltanum

Hörður afhjúpar skiltið
Hörður afhjúpar skiltið

Það var mikið um að vera fyrir á leik Selfyssinga gegn ÍH á föstudaginn. Húsið opnaði snemma þar sem boðið var upp á grillaða hamborgara fyrir leik. Það var gaman að sjá hve margir mættu og nýttu sér þetta tilboð, hamborgari frá Kjarnafæði og kók fyrir aðeins 1.000 kr. Myndaðist skemmtileg stemming fyrir leik í anddyri Vallaskóla. Stefnt er að því að hafa þetta fastan lið á heimaleikjum Selfyssinga hjá báðum kynjum en fjöldi manns mætti einnig í hamborgara fyrir leik stelpnanna á laugardag.

Við upphaf leiks var afhjúpað skilti til heiðurs Herði Bjarnarsyni fyrrum leikmanni og fyrirliða liðsins, sem  lagði skóna á hilluna í vor, en hann spilaði samfellt í 14 ár með meistaraflokki. Skiltið verður á vegg íþróttahússins um ókomna tíð en á því er nafn og númer Harðar og árin sem hann spilaði með Selfoss. Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson formaður handknattleiksdeildarinnar afhenti Herði blóm og vísur sem samdar höfðu verið honum til heiðurs.

Mynd: Sigrún Helga Einarsdóttir.